
Uncategorized
Hvað er grindargliðnun?
Grindargliðnun eða grindarlos eru án efa ógeðslegustu orð íslenskunnar og flestir fá hroll eða hálfgerða samúðarverki við að heyra þau. Þessi orð eru mikil rangnefni og geta framkallað hræðslu eða kvíða hjá barnshafandi konum. Betra er að kalla þessa verki grindarverki og fræða konur um uppruna þeirra.