Námskeiðin okkar

Betri meðganga

Hreyfing á og eftir meðgöngu

Lengd: 2-3 klst
Fjöldi: 10 konur
Kynningarverð: 10.000kr

Námskeiðið gengur út að gera konur öruggari í að stunda hreyfingu á meðgöngu og eftir meðgöngu. Farið verður yfir breytingar á líkamanum á meðgöngu og hvað þarf að hafa í huga í endurhæfingu eftir meðgöngu. Kenndar verða djúpvöðvaæfingar og mismunandi æfingar fyrir hvert tímabil meðgöngu sem og tímabilið eftir fæðingu.

Ekki er kominn tími á næsta námskeið en auglýst verður á samfélagsmiðlum Betri meðgöngu þegar það kemst á hreint. Hægt er að bóka pláss á næsta námskeið. 

Skráning fer fram í gegnum netfangið betrimedganga@betrimedganga.is

Kennari: Ólafía Helga Jónasdóttir sjúkraþjálfari
Staðsetning: Stígandi sjúkraþjálfun (Bíldshöfða 9, fyrir ofan Mathöll Höfða)

Meðgönguráð fyrir maka

Lengd: 2-3 klst
Fjöldi: 5 pör 

Námskeiðið gengur út á það að gera maka færari og öruggari við að veita verkjastillandi meðferð á meðan á meðgöngu stendur. Námskeiðið leitast eftir að kenna mökum einfaldar aðferðir við nudd, teygjur og bjargráð á meðgöngu.

Kynningarverð er 16.990kr fyrir fyrstu 10 pörin.

Tekið verður hlé á námskeiðum yfir sumartímann. Í lok sumars og haustið 2021 fer aftur af stað kennsla. 
Hægt er að bóka sér pláss á næsta námskeiði.

Skráning fer fram í gegnum emailið medgongurad@gmail.com eða á facebook

Kennari: Styrmir Örn Vilmundarson sjúkraþjálfari
Staðsetning: Atlas endurhæfing (Engjavegi 6)

Betri meðganga