Meðgöngubelti fyrir æfinguna

10,150kr.

Clear

Ef allt er í lagi ætti stækkandi óléttukúla ekki að halda þér frá því að hreyfa þig og halda þér í æfingaformi á meðgöngu. Nú getur þú fengið stuðninginn sem þú þarft til að halda áfram að hreyfa þig og æfa út meðgönguna. Gabrialla Active Mom Maternity Support Beltið er hannað sérstaklega fyrir konur sem eru vanar því að vera mikið á hreyfingu og hentar fullkomlega fyrir ræktina, göngur, hlaup eða bara til að fá viðbótarstuðning yfir daginn. Beltið veitir miðlungs styrk og er með samþjöppunarvirkni sem þrýstir mjaðmagrindinni allri saman og heldur við hana. Þrýstingurinn minnkar álag á mjóbakið og minnkar óstöðugleikatilfinningu umhverfis mjaðmagrind og mjaðmir.

Beltið er mjög aðlögunarhæft og hannað til að aðlagast kvenlíkamanum á meðgöngu.
Þannig að hvort sem þú ert gengin mánuð, 6 mánuði eða jafnvel búin að eiga þá veitir þetta belti þér stuðninginn sem þú þarft.

Eiginleikar og kostir:

  • Stuðningur: 15 cm breitt við bakið og mjókkar niður í 7,5 cm breidd að framan til að lyfta og styðja við kúluna.
  • Kemur í veg fyrir slit: Hannað til að veita aukinn stuðning eftir því sem kúlan stækkar og þyngist og þannig minnka álag og áhættu á myndun slita.
  • Minnka verki: Vasi á bakhluta beltisins fyrir hita/kælipoka til að minnka verki í mjóbaki.
  • Þægindi á æfingu: Hannað til að veita einmitt nægan stuðning án þess að hefta hreyfingar og er því fullkomið fyrir konur á meðgöngu sem vilja viðhalda sínum virka lífsstíl.

Efni: Polyester 80% | Lycra 20%

Color

Black

Size

Small, Medium, Large, XL

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Meðgöngubelti fyrir æfinguna”

Your email address will not be published. Required fields are marked *