Verkjameðferð í hríðum - TENS 210

8,250kr.

Out of stock

TENS tæki er frábær valkostur fyrir verkjadempun í fæðingu, sérstaklega á útvíkkunartímabilinu. TNS/TENS stendur fyrir transcutaneous nerve stimulation/electrical nerve stimulation og merkir einfaldlega raförvun á taugar í húð.

Verkjameðferð með TENS í fæðingu hefur engin áhrif á barn og engar aukaverkanir á móður!

Þetta tæki er tveggja rása, kemur í tösku og elektróður fylgja með. Það er hægt að hengja tækið á sig og vera með það á sér allan daginn og nota að vild.

Tækið hefur engin áhrif á fæðingarferlið sjálft og telst ekki sem inngrip. Þú stjórnar sjálf styrkleikanum á örvuninni og kveikir og slekkur sjálf eftir þörfum. Það gefur þér tilfinningu fyrir því að þú sért við stjórnina og rannsóknir sýna að konur sem upplifa að þær séu við stjórnvölinn í fæðingu gengur betur að fæða og þurfa sjaldnar á inngripum að halda.

Það er best að vera búin að prófa sig áfram með tækið áður en fæðing fer af stað til að vera orðin örugg með allar stillingar og þekkja tilfinninguna.

Þegar þú kaupir TENS tæki af okkur færðu góðan upplýsingabækling með ásamt fræðslu um stillingar. Þú getur alltaf heyrt í okkur ef þú þarft aðstoð við að koma tækinu fyrir eða vilt meiri  (við erum með sjúkraþjálfara í teyminu okkar sem getur leiðbeint þér).

Hvað þarf að hafa í huga fyrir fæðinguna:

  • Mundu að taka með þér auka rafhlöðu
  • Ekki má hafa tækið ofan í vatni (því það gengur fyrir rafhlöðum)
  • Þegar þið eruð í monitor eða hjartsláttarlínuriti þarf að slökkva á tækinu, það hefur truflað mælingar

 

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Verkjameðferð í hríðum – TENS 210”

Your email address will not be published. Required fields are marked *