Ráðgjöf

Ráðgjöf

Ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara

Til að panta ráðgjöf fyllir þú út formið hér fyrir neðan. Ég hef svo samband við þig og við finnum tíma saman. 
Ráðgjöfin fer fram sem myndfundur í gegnum hugbúnað Karaconnect. Eftir að við finnum tíma saman fyrir þig þá færð þú allar upplýsingar í tölvupósti um það hvernig þú tengist hugbúnaðinum til að mæta í tímann. 
  Panta ráðgjöf Ólafía

  Ólafía Helga Jónasdóttir

  Sjúkraþjálfari með leyfi frá Landlækni til að veita heilbrigðisþjónustu, þar með talið fjarheilbrigðisþjónustu.

  Upplýsingar um ráðgjöf

  Hvað er ráðgjöfin löng?

  Fyrsti tíminn er 45 mínútur en eftirfylgnitími er 30 mínútur.

  Hvað kostar ráðgjöf?

  Almennur 45 mínútna tími kostar 8000kr. Ef þú vilt koma í eftirfylgnitíma þá kostar hann 5500kr. 
  Ef báðir tímarnir eru pantaðir í einu kosta þeir 11500. 

  Hvað þarf ég að bíða lengi?

  Í flestum tilfellum er hægt að komast í ráðgjöf innan tveggja vikna. Eftirfylgnitími er í boði ef konur vilja og hann er þá 6-8 vikum eftir fyrstu ráðgjöf.

  Hvernig greiði ég?

  Sendur er reikningur í heimabanka viðkomandi.
  Hægt er að greiða fyrir hvert og eitt viðtal jafnóðum eða hægt að nýta sér þau tilboð sem eru í boði.  Tilboðspakka þarf að greiða fyrirfram.

  HVAÐ GET ÉG BÚIST VIÐ AÐ FÁ ÚT ÚR tímanum?

  Ráðgjöfin er einstaklingsbundin og mjög misjafnt hvað hver og ein kona þarf. Almennt má þó gera ráð fyrir að fá sérhæfða fræðslu, æfingar og kennslu á sjálfsmeðferð til að sinna heima. Sumar konur gætu þurft einhverjar stuðningsvörur og þær fá þá tillögur að þeim í ráðgjöfinni.
  Í sumum tilfellum gæti þurft að vísa konum til annarra fagaðila. Í þeim tilfellum hjálpar sjúkraþjálfarinn þér að finna fagaðila sem hentar þér og hjálpar þér að fá tíma.

  HVAÐA BÚNAÐ ÞARF ég?

  Eini búnaðurinn sem er nauðsynlegur er tölva með hljóðnema og myndavél. 

  Viltu meiri upplýsingar um ráðgjöfina?

  Sendu mér endilega póst á olafia@betrimedganga.is ef þú vilt frekari upplýsingar. Ég svara þér eins fljótt og ég get.