Skilmálar og ábyrgð

Um fyrirtækið

Netfang: betrimedganga@betrimedganga.is

Sími: 616-9414

Vefverslunin betrimedganga.is er rekin af Ólafía Helga Jónasdóttir slf.

Heimilisfang: Vefarastræti 17, íbúð 403, 270 Mosfellsbær.

Kennitala: 561017-0340

Almenn ákvæði

Skilmálar þessir eru samningur um kaup á vöru á vefverslun betrimedganga.is.  Með því að leggja inn pöntun hjá betrimedganga.is samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála. Ef eitthvað er óljóst, sendið fyrirspurn á betrimedganga@betrimedganga.is

Ólafía Helga Jónasdóttir slf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og vinsamlega athugið að vöruverð getur breyst án fyrirvara.

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Verð er birt með fyrirvara um innsláttar- og kerfisvillur. Ólafía Helga Jónasdóttir slf áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld eða af öðrum ástæðum. Þjónustufulltrúi mun upplýsa kaupanda um slíkt eins fljótt og kostur er og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

Við sendum vörur almennt með Íslandspósti. Sendingakostnaður er að jafnaði kr. 1000 þegar viðskiptavinur velur að fá pakkann sendan á næsta pósthús, en kr. 1.420 ef senda á pakkann heim að dyrum. Ef pantað er fyrir kr. 15.000 eða meira í einni pöntun fellur sendingarkostnaður niður fyrir þá pöntun.

Greiðsla

Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:

  • Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur með kreditkorti.
  • Netgíró: Kaupandi samþykkir að nota þjónustu Netgíró. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur með Netgíró. Frekari upplýsingar um virkni þjónustunnar má finna á netgiro.is.
  • Millifærsla: Sé greiðsla gerð með millifærslu skal leggja inn á reikning hjá Ólafía Helga Jónasdóttir slf innan 3 tíma frá kaupum.  Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma fer vara / vörur aftur í sölu.

Reikningsnúmer: 0331-26-2924 
Kennitala: 561017-0340

Að skipta og skila vöru

Kaupandi (einstaklingur) sem verslar á betrimedganga.is hefur 3 mánuði frá afhendingu til að hætta við kaupin. Samkvæmt 4. mgr. 22. gr. laga nr. 16/2016 ber neytandi ábyrgð á rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð hennar, annarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent kaupanda. Reikningskvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með vöruskilum. SKILA ÞARF VÖRU Í UPPRUNALEGUM UMBÚÐUM. Endurgreiðsla er framkvæmd ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. EKKI ER HÆGT AÐ SKILA VÖRUM KEYPTUM Á ÚTSÖLU EÐA SAMBÆRILEGUM TILBOÐUM.  Vinsamlegast hafið samband, ef spurningar vakna, með tölvupósti í netfangið betrimedganga@betrimedganga.is. Að öðru leyti vísum við til laga nr.48/2003 um neytendakaup.

Ef varan var pöntuð með sendingu þá er hægt að skila með því að senda vöruna til baka á:

Ólafía Helga Jónasdóttir slf
Vefarastræti 17, íbúð 403
270 Mosfellsbær

Þegar varan hefur verið móttekin er gengið frá endurgreiðslu.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Útsöluvara

Sé vara keypt á útsölu fæst henni hvorki skilað né skipt.

Afhendingartími og sendingar

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Afhendingartími er 1-14 virkir dagar. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Á álagstímum má þó gera ráð fyrir lengri afgreiðslufresti.

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Ólafía Helga Jónasdóttir slf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Ólafía Helga Jónasdóttir slf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Sendingakostnaður er að jafnaði kr. 1000 þegar viðskiptavinur velur að fá pakkann sendan á næsta pósthús, en kr. 1.420 ef senda á pakkann heim að dyrum. Ef pantað er fyrir kr. 15.000 eða meira í einni pöntun fellur sendingarkostnaður niður fyrir þá pöntun.

Ath. sendingar valmöguleikarnir geta breyst án fyrirvara.

Ólafía Helga Jónasdóttir slf tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir gefi upp rétt póstfang eða séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Privacy policy: All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim, skulu aðilar reyna að ná sáttum, annars skal bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu eða sambærilega stofnun. Ef framangreint þrýtur, er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Governing law / Jurisdiction: These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Annað

Með því að skrá þig á póstlista Betrimedganga.is samþykkir þú að fá sendar upplýsingar um nýjar vörur og tilboð. Netföngin eru trúnaðarupplýsingar og eru undir engum kringumstæðum afhent þriðja aðila. Óski viðskiptavinur eftir að vera tekinn af póstlista skal fylgja leiðbeiningunum neðst í emailinu eða senda tölvupóst á betrimedganga@betrimedganga.is.

Betrimedganga.is áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er.