TENS raförvun í fæðingu

Þægileg, lyfjalaus og hættulaus verkjadempun sem þú stýrir sjálf í fæðingu hljómar of vel til að vera satt er það ekki?
TENS tæki er frábær valkostur fyrir verkjadempun í fæðingu, sérstaklega á útvíkkunartímabilinu. TNS/TENS stendur fyrir transcutaneous nerve stimulation/electrical nerve stimulation og merkir einfaldlega raförvun á taugar í húð. Verkjameðferð með TENS í fæðingu hefur engin áhrif á barn og engar aukaverkanir á móður ólíkt mörgum öðrum verkjadempandi aðferðum í fæðingu!
Ef allt gengur vel og kona er í eðlilegri fæðingu er ekkert því til fyrirstöðu að hún geti átt barn án inngripa eins og t.d. mænudeyfingar. TENS tæki hefur engin áhrif á fæðingarferlið sjálft og telst ekki sem inngrip. Fæðingarferlið er ótrúlegur hormónadans sem best er að trufla sem minnst til að stuðla að því að fæðingin gangi eðlilega fyrir sig og konunni líði vel.

Þú ert við stjórnvölinn

Þú stjórnar sjálf styrkleikanum á örvuninni og kveikir og slekkur sjálf eftir þörfum sem lætur þér líða eins og þú sért við stjórnvölinn. Þú getur verið í hvaða stöðu sem er ef þú kýst að nota TENS tæki í fæðingu. Þú getur gengið um og gert hvað sem þú vilt því tækið er fyrirferðarlítið og þú festir það bara á fötin þín eða heldur á því. Það er dásamlega valdeflandi að geta kveikt á tækinu þegar maður finnur hríð vera að koma og finna hvernig það dempar verkina. Í stað þess að kvíða hríðinni þá fer maður nánast að hlakka til þess að finna hríðina koma því þá getur maður kveikt á TENS tækinu. Eftir því sem líður á fæðinguna er hægt að auka styrkinn á örvuninni eins og þér hentar.

Það er best að vera búin að prófa sig áfram með tækið áður en fæðing fer af stað til að vera orðin örugg með allar stillingar og þekkja tilfinninguna.

Hvernig virkar TENS?

Hátíðni TNS hefur áhrif á verki gegnum skyntaugar í mænu líkt og mörg verkjalyf og ýmis konar meðferð s.s. nudd, hiti o.fl. Hátíðnin bremsar af verkjaboðin í verkjataugunum í gegnum hliðakenningu Melzack and Wall, svipað og þegar þú nuddar stað sem þú meiðir þig á og það minnkar verkinn. Til þess að hátíðni TNS virki þarf húðsvæðið sem blöðkurnar eru settar á að hafa eðlilegt skyn.1

Lágtíðni TNS hefur áhrif í heilastofni líkt og nálastunga og vöðvavinna og eykur framleiðslu heilans á endorfinum (náttúrulegu morfíni). Lágtíðni má nota á húð með skert skyn.1

Hvað þarf að hafa í huga fyrir fæðinguna:

  • Mundu að taka með þér auka rafhlöðu
  • Ekki má hafa tækið ofan í vatni (því það gengur fyrir rafhlöðum)
  • Þegar þú ert í monitor eða hjartsláttarlínuriti þarf að slökkva á tækinu, það hefur truflað mælingar

Heimildir

  1. 1. Vance CG, Dailey DL, Rakel BA, et al. . Using TENS for pain control: the state of the evidence. Pain Manag. 2014;4:197–209

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *