Um okkur

Við erum konur sem viljum hjálpa öðrum konum að eiga bæði betri meðgöngu og betra líf eftir meðgöngu!

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á gæðavörur sem gera meðgönguna þína betri

Á meðgöngu má segja að konur vakni í nýjum líkama á hverjum degi sem þær þurfa að kynnast. Mörg vandamál gera vart við sig sem valda oft kvíða og hræðslu hjá konum og geta valdið því að þær hætta að gera margt af því sem veitir þeim ánægju. ­Það eru fjölmargar lausnir í boði sem geta hjálpað konum en góð þekking á þessum lausnum og hvernig eigi að aðlaga þær að hverri og einni konu er því miður ekki nógu aðgengileg. 
Það tekur margar konur meirihluta meðgöngunnar að finna stuðningsvörur og úrræði sem hjálpa þeim að njóta meðgöngunnar sinnar og sumar vita jafnvel ekki að það séu til lausnir við vandamálunum þeirra. 

Draumurinn með Betri Meðgöngu er að gera þessa þekkingu á mismunandi lausnum aðgengilegri og bjóða uppá fjölbreyttar lausnir og mikla fræðslu svo að konur geti notið meðgöngunnar sinnar frá byrjun.

Þegar meðgöngunni lýkur er samt gott að fá stuðning

Að lokinni 9 mánaða meðgöngu og fæðingu tekur við nýr líkami sem þarf að kynnast og hjálpa af stað. Það er mikið magn af hormóninu relaxín í líkamanum eftir meðgöngu sem gerir það að verkum að líkaminn er liðugur og mótanlegur. Til að nýta þessi hormónaáhrif þá bjóðum við uppá vörur til að hjálpa líkamanum að ganga saman. Vikurnar eftir fæðingu er því hægt að nota vörur með líkamsmótunareiginleikum sem veita sérhæfðan þrýsting við þau svæði sem þú vilt móta.