Um mig

Ólafía Helga Jónasdóttir sjúkraþjálfari

Ég útskrifaðist sem sjúkraþjálfari árið 2017 og hef starfað síðan sem sjúkraþjálfari í Heilsuborg, sjúkraþjálfun Húsavíkur og starfa núna hjá sjúkraþjálfuninni Stíganda. 
Ég á tvær stelpur, fæddar í apríl 2019 og október 2020. 
Á þessum tíma, þar sem ég var annaðhvort ólétt eða með barn á brjósti/pela, jókst áhugi minn á kvenheilsu mikið og ég ákvað að sérhæfa mig á því sviði.

Meðgöngurnar voru mér erfiðar, ég fékk snemma verki í mjaðmagrindina og mikil æðavandamál. Þetta olli því að ég neyddist fljótt til að aðlaga mig að líkama mínum á meðgöngu og ég gerði einmitt það sem ég ráðlegg engum að gera- að hætta að hreyfa sig.
Ég hætti að gera það sem mér fannst skemmtilegt. Ég hreinlega missti áhugann á hreyfingu – og eiginlega bara öllu – á meðan ég var ólétt og hætti að gera flest allt sem veitti mér gleði. Ég fékk bæði meðgöngu- og fæðingarþunglyndi og átti mjög erfitt með að koma mér uppúr því. 
Eftir þessa erfiðu reynslu mína af meðgöngum og barneignum hét ég því að hjálpa öðrum konum að eiga Betri meðgöngur en ég átti.

Núna er Betri meðganga vettvangur þar sem ég sel vörur fyrir konur á og eftir meðgöngu auk þess sem ég býð uppá námskeið og fræðslu fyrir konur um hitt og þetta tengt meðgöngu á Instagram síðu Betri meðgöngu.

Á meðgöngu má segja að konur vakni í nýjum líkama á hverjum degi sem þær þurfa að kynnast. Mörg vandamál gera vart við sig sem valda oft kvíða og hræðslu hjá konum og geta valdið því að þær hætta að gera margt af því sem veitir þeim ánægju. ­Það eru fjölmargar lausnir í boði sem geta hjálpað konum en góð þekking á þessum lausnum og hvernig eigi að aðlaga þær að hverri og einni konu er því miður ekki nógu aðgengileg. 
Það tekur margar konur meirihluta meðgöngunnar að finna stuðningsvörur og úrræði sem hjálpa þeim að njóta meðgöngunnar sinnar og sumar vita jafnvel ekki að það séu til lausnir við vandamálunum þeirra. 

Draumurinn með Betri Meðgöngu er að gera þessa þekkingu á mismunandi lausnum aðgengilegri og bjóða uppá fjölbreyttar lausnir og mikla fræðslu svo að konur geti notið meðgöngunnar sinnar frá byrjun.

Ég legg mig fram við að bjóða upp á gæðavörur sem gera meðgönguna þína betri